Objectives

Sérhæft markmið verkefnisins er setja á stofn nýja sameiginlega vottun til stuðnings gæða- og starfskröfum evrópskra vinnumiðlara til framtíðar og hæfni þeirra til að starfa í mismunandi löndum. Þeir sem sinna starfsþjálfun í Evrópu (PES) verða að geta fylgt eftir sífellt örari breytingum í starfsumhverfi, ef þeir eiga að geta sinnt sínu meginhlutverki, þ.e. að hjálpa ungu fólki og atvinnuleitendum að finna störf og starfsþjálfunartækifæri við hæfi.

Þetta er flókið og krefjandi hlutverk og hæfni til að sinna því er meginatriði. Skerpa þarf á starfslýsingu vinnumiðlarans með ofangreind atriði í huga og brýn þörf er á formlegri skilgreiningu þessa fags sem verður æ mikilvægara.
Að veita einstaklingum heildstæðan undirbúning til að sinna þessu hlutverki, krefst víðtækrar þekkingar umfram hefðbundna ráðgjöf. Þess vegna mun verkefnið þróa nýtt námsefni og samþættað vottunarkerfi undir heitinu Evrópskt fagskírteini vinnumiðlara, undir staðlinum EQF, sjötta stig.  Námsefnið verður sniðið fyrir starfandi vinnumiðlara og miðast við sérhannaðar námskröfur byggðar á sérhæfðum færniþáttum er gefi til kynna þekkingu, hæfni og skilning. Til frekari stuðnings mun verkefnið þróa ný Samtök lögmætra vottunaryfirvalda evrópskra vinnumiðlara.